Dyravarðanámskeið

Fræðslunetið býður upp á námskeið fyrir dyraverði í samstarfi við Lögregluna á Suðurlandi. 

Námskeiðið hentar vel þeim sem starfa sem dyraverðir og þeim sem stefna á að starfa sem slíkir. Þá er námskeiðið einnig gagnlegt fyrir þá sem vinna næturvaktir, t.d. á hótelum og veitingahúsum. 

Efni námskeiðs: 

  • Ábyrgð og hlutverk dyravarða 
  • Skyndihjálp 
  • Brunavarnir 
  • Réttindi og skyldur 
  • Sjálfsvörn 

Kennslufyrirkomulag: 

  • Öll kennsla fer fram á íslensku. 
  • Kennt verður á Selfossi þrjá virka daga í viku, frá kl. 17:00 til 20:00/21:00, á tímabilinu 1.–10. apríl. 
  • Nemendur þurfa að ljúka öllu námþáttunum. 
  • Mætingaskylda er 80%

 

Skilyrði til þátttöku: 

Til að starfa við dyravörslu þarf viðkomandi að: 

  • vera að minnsta kosti 20 ára, 
  • hafa ekki gerst sekur um ofbeldis- eða fíkniefnabrot á síðastliðnum fimm árum, 
  • hljóta samþykki lögreglustjóra, 
  • hafa hreint sakavottorð. 

Í umsóknarferlinu er boðið upp á að senda umsóknina áfram til lögreglustjóra, sem sendir niðurstöðu til Fræðslunetsins um hvort umsókn sé samþykkt eða henni hafnað. Ef ekki er gefin heimild til að senda umsókn áfram þarf viðkomandi sjálfur að sækja um hjá lögreglustjóra og skila samþykkinu ásamt hreinu sakavottorði til Fræðslunetsins.  

Verð: 74.800 kr. 

Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. 

Umsóknarfrestur er til 25. mars

Nánari upplýsingar fást hjá Björk Guðnadóttur, bjork@fraedslunet.is  og í síma 560 2030