Search
Close this search box.

Á þessu ári er Fræðslunetið 25 ára. Það var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna verður boðið til afmælisfundar þann 7. nóvember kl. 14. Afmælið hefst með fræðsluerindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara sem hún kallar „Að ná árangri“.  Hún er ásamt fleiru leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Að erindi loknu verður boðið uppá afmæliskaffi. Atburðurinn fer fram í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Það eru allir boðnir velkomnir.

Erindi Ásdísar verður í beinu streymi á Facebook. (smella til að fara inná streymið).

Fyrir 5 árum skrifaði Ásmundur Sverrir Pálsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, sögu þess og er hún aðgengileg hér

Fræðslunetið 25 ára afmæli (1)

Nokkrar myndir úr sögunni

Myndirnar eru frá 2011-2024. Neðar er myndasafn frá starfinu á fyrr árum. 

Myndir til 2010