Search
Close this search box.

Alls sóttu 915 einstaklingar sér fræðslu af ýmsu tagi hjá Fræðslunetinu á síðasta ári. 472 nemendur á vorönn og 443 á haustönn. Þrátt fyrir að færri nemendur á haustönn voru kennarastundir talsvert fleiri en það liggur í því að þá voru haldin fleiri lengri námskeið.
Fjöldi námskeiða var í heildina 82. Kennarastundir segja til um lengd námskeiða í heildina en nemendastundir eru kennarastundir margfaldaðar með fjölda nemenda. Til samanburðar má geta þess að nemendastundir árið 2009 voru 27.670 eða tæplega 10.000 færri. Nemendur voru hins vegar 853 eða aðeins 62 færri.

önn fjöldi námskeiða kennarastundir nemendafjöldi nemendastundir
vorönn 2010

42

1.525

472

18.272

haustönn 2010

40

1.670

443

18.783

Samtals

82

3.195

915

37.055