Þetta námskeið hentar þeim sem hafa takmarkaða eða enga kunnáttu í spænsku. Áhersla er lögð á munnlega tjáningu og farið er yfir grunnatriði í málfræði og orðaforða með fjölbreyttum og aðgengilegum hætti.
Mikilvægur orðaforði
Tölur, vikudagar, mánuðir o.fl.
Fjölskylda, matur, ferðalög, veður o.fl.
Litir, fatnaður, heimilisvörur o.fl.
Grunnatriði málfræðinnar
Stafróf og framburðarreglur
Einföld setningaskipan
Grunnsagnir í nútíð
Greinir, kyn og fleirtala
Hagnýt samtöl
Að spyrja og svara einföldum spurningum
Að panta mat/drykki og versla
Að spyrja til vegar
Algengar setningar fyrir daglegar aðstæður
Að heilsa og kynna sig
Ávinningur
Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa sjálfstraust til að taka þátt í einföldum samræðum, skilja grunntexta, nota nauðsynlegar spænskar setningar í raunverulegum aðstæðum og hafa betri skilning á spænskri menningu.
Verð: 45.000
Kennt verður í fjarnámi á miðvikudögum kl. 19.00 -21.00 á tímabilinu 03.september – 08.október 2025 ( 6 skipti)
Kennarinn sem heitir Carlos er ensku- og spænskumælandi, hann bjó á Íslandi um tíma en er búsettur á Spáni í dag.