Að skera í tré með Siggu á Grund

Sigga kennir áhugasömum nemanda.

Það er skemmtilegt að geta fengið innsýn á námskeiðin sem Fræðslunetið heldur í gegnum myndir. Hér á vefnum okkar birtast reglulega myndir frá námskeiðu en það er hún Árdís Óskarsdóttir sem er iðin við að taka myndir af því sem fram fer. Nýjustu myndirnar eru af námskeiðinu Að skera í tré með Siggu á Grund, en þar má sjá myndir af flottum munum sem þátttakendur skera út af mikilli list. Til að skoða myndir er hægt að velja hnappinn Myndir efst á síðunni, einnig er hægt að smella á myndaalbún hér neðarlega til vinstri. Þar eru alltaf nýjustu myndirnar. Nú á Fræðslunetið orðið heilmikið safn af myndum sem vex með árunum.