Námið er ætlað þeim sem hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi og vinna eða vilja vinna í félags og heilbrigðisþjónustu.
Námið er alls 210 klukkustundir og skiptist í fjarkennslu, staðarlotur og stoðtíma. Kennslan fer að mestu fram í fjarnámi með reglulegum stoðtímum sem styðja við námsframvindu, veita leiðsögn og dýpka skilning á viðfangsefnum. Í námsframvindunni eru einnig skipulagðar staðarlotur þar sem lögð er sérstök áhersla á verklega kennslu, æfingar og hópverkefni. Með þessari blöndu af sveigjanlegu fjarnámi og markvissum staðarlotum fá nemendur tækifæri til að tengja fræðilega þekkingu við hagnýta færni í eigin starfsumhverfi. Námið miðar að því að efla faglega hæfni þátttakenda með raunhæfum aðferðum sem nýtast í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Kennt er skv. námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námskrá Fagnámskeið fyrir starfsmenn í félags- og heilbrigðisþjónustu
Markmið námsins er að auka færni og þekkingu á aðstæðum og þörfum skjólstæðinga til að efla lífsgæði þeirra og virkni.
Í náminu er m.a. lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi skjólstæðinga og starfsfólks.
Í náminu eru ekki lögð fyrir próf en nemendur þurfa að vera virkir í tímum og vinna ýmis verkefni. Allt námið eru nemendur að vinna að lokaverkefni sem þau velja sér og kynna svo í lokin.
Mögulegt er að meta námið til 10 eininga á framhaldsskólastigi.
Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Nánari upplýsingar gefa Björk bjork@fraedslunet.is og Sandra sandra@fraedslunet.is
Minnum á styrki starfsmenntsjóða stéttafélagana
Verð: 93.500 kr.