| 📍 Staðsetning | 👨🏫 Kennari | 📅 Dagsetning | ⏰ Tími | 📆 Dagar | 💰 Verð | 🔗 Skráning |
|---|---|---|---|---|---|---|
| ONLINE | Davíð Samúelsson | 18. maí – 1. júl | 14:30 - 16:00 | Mánudagar, þriðjudagar og miðvikudagar | 58,000 kr. | Skráning |
Verkefnastjóri íslenskunámskeiða er Kristín G Gestsdóttir.
Kristing@fraedslunet.is
S. 560 2038
Áfanginn miðast við þarfir þeirra sem hafa góða undirstöðu í tungumálinu.
Hér er markmiðið að nemendur geti notað íslensku á sveigjanlegan, árangursríkan og nákvæman hátt í flóknum aðstæðum. Nemendur eiga að geta skilið flóknar textagerðir, bæði bókmenntalegar og fræðilegar, og greint undirliggjandi merkingu í texta. Þeir þurfa að skilja flókin rök og hugmyndir í umræðum, fyrirlestrum og fjölmiðlum.
Í tjáningu er lögð áhersla á að nemendur geti tjáð sig sjálfstætt, skýrt og skipulega um flókin málefni, notað breiðan orðaforða og nákvæma málfræði til að koma fram blæbrigðum í merkingu. Tekið virkan þátt í fræðilegum eða faglegum umræðum með rökstuðningi og svörum við mótrökum. Í ritun er markmiðið að nemendur geti samið skýra vel uppbyggða og ítarlega texta um flókin efni. Ritgerðir, greinar eða skýrslur og geti valið viðeigandi stíl hvort sem um er að ræða formlegt, óformlegt eða fræðilegt efni.
Að lokum er samskiptafærni lykilatriði. Nemendur þurfa að geta aðlagað málnotkun að mismunandi aðstæðum, til dæmis faglegum fundum, óformlegum samræðum eða opinberum kynningum, og notað tungumálið á árangursríkan hátt til að ná samskiptamarkmiðum.
Farið er fram á að nemendur stundi heimanám á meðan á námskeiði stendur.
Námskeiðið er styrkt af: