Fræðslunetið flytur skrifstofu á Hvolsvelli.

Skrifstofa Fræðslunetsins á Hvolsvelli hefur verið flutt á aðra hæðina á Austurvegi 4, í sama húsnæði og skrifstofa sveitarfélagsins er til húsa.

Námsverið verður áfram á sama stað á Vallabraut 16.

Hægt er að hitta Björk starfsmann Fræðslunetsins á Hvolsvelli á skrifstofunni virka daga milli kl. 08:00–16:00 eða bóka viðtalstíma með því að smella hér.