raunfaerni-vefmynd

Útskrifað var úr raunfærnimati í húsasmíði þann 6. desember sl. Matið hefur staðið haust og voru þátttakendur víða að frá Suðurlandi. Ellefu þátttakendur útskrifuðust að þessu sinni en þetta er í annað sinn sem raunfærnimat fer fram hjá Fræðslunetinu. Alls voru metnar 378 einingar og fengu þátttakendur frá 13 einingum uppí 52 einingar. Það voru þau, Sólveig Kristinsdóttir og Svanur Ingvarsson sem sáu um matið fyrir hönd FSu og FnS en einnig voru aðilar frá Iðunni sem sáu um matið. Á myndinni má sjá þátttakendur og aðstandendur matsins frá FSu, FnS og Iðunni ásamt fulltrúa Fit á Suðurlandi.