Námskeiðið er fullbókað
Nú er rétti tíminn til að fara að huga að forræktun kálplantna og annarra garðjurta. Svo að við getum lært réttu handtökin við sáningu og ræktun í heimilisgarðinum verður haldið námskeið á Hvolsvelli þar sem Gunnþór Guðfinnsson mun fjalla um ræktun algengustu matjurta. Ítarlega verður fjallað um forræktun, sáningu, pottun, vökvun og áburðargjöf. Einnig verður fjallað um gróðursetningu, umhirðu og algengustu vandamál. Lesa betur um námskeiðið. Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 28. mars (seinkað um viku) ef næg þátttaka fæst. Að rækta sitt eigið grænmeti er ekki aðeins skemmtilegt, grænmetið er hollt og góð búbót.