Fjarnám - dreifnám

Hjá Fræðslunetinu er allt formlegt nám í boði bæði sem staðnám og fjarnám. Í felstum tilfellum er um speglaða kennslu að ræða. Þá eru fyrirlestrar/kennslan  teknin upp,  námsmenn horfa á efnið heima og mæta síðan í verkefnatíma, sem einnig eru sendir út á netinu. Því geta þeir sem fjarri eru kennslustað fylgst með í verkefnatímum og lagt fram spurningar eða tekið þátt í umræðum. 

Dæmi um efni sem tekið er upp eru t.d. formlegir fyrirlestrar í ýmsum bóklegum greinum og einnig er stærðfræðikennsla tekin upp. Þá notar kennarinn töflu þar sem hann kennir aðferðir í stærðfræði. Kosturinn við það er að námsmaðurinn getur horft eins oft og hann vill, þar til hann hefur náð tökum á námsefninu.