Starfsemi Fræðslunetsins er sífellt að vaxa. Árið 2011 var metár í starfseminni en þá stundaði 1141 nemandi nám af einhverju tagi hjá okkur og haldin voru 107 námskeið. Alls voru leiðbeinendur tæplega 90 sem komu að kennslu með einum eða öðrum hætti. Fast starfsfólk er nú sex manns, þrír í fullu starfi og þrír í hlutastarfi. Hér fyrir neðan er samanburðartafla á árinunum 2010 og 2011 og má þar sá að starfsemin fer mjög vaxandi. Þátttakendum/námsmönnum hefur til dæmis fjölgað um ríflega 200 milli ára, námskeið eru um 20% fleiri.
Ár | Fjöldi námskeiða | kennarastundir | fjöldi nemenda | nemendastundir |
vor 2010 | 42 | 1.525 | 472 | 18.727 |
haust 2010 | 40 | 1.670 | 443 | 18.783 |
Samtals | 82 | 3.195 | 915 | 37.510 |
vor 2011 | 57 | 1930 | 623 | 19.008,5 |
haust 2011 | 50 | 1968 | 518 | 20.837,5 |
Samtals | 107 | 3.898 | 1.141 | 39.846 |
Til að lesa nánar um starfsemina hafa öll gögn um hana árið 2011 verið sett á vefinn og með því að smella á linkinn hér fyrir neðan er hægt að skoða þau.
Skoða ársskýrslu og ársreikning