fag_III_Hv

Fagnámskeiði III lauk 24. apríl sl. Vaskur hópur 12 kvenna frá Hjúkrunar- og dvalaheimilinu Lundi á Hellu og frá Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli sótti námið af kappi. Mæting þeirra var óvenju góð og var helmingur hópsins með 100% mætingu. Kennarar voru þau Lilja Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Leifur Viðarsson kennari. Námskeiðið er 77 stunda langt og stóð námið frá 23. janúar – 24. apríl. Aðal námsþættir eru: umönnun aldraðra, aðhlynning rúmliggjandi, lyf og lyfjagjöf, algengar geðraskanir og tölvan í vinnunni. Skoða myndir frá útskriftinni.