Fræðslunetið heldur Grunnmenntaskóla í Þorlákshöfn á haustönn. Grunnmenntaskóli er nám fyrir þá sem vilja styrkja sig í kjarnafögum eða hafa áhuga á að hefja nám að nýju. Kennt verður seinni partinn í grunnskólanum. Námið hentar öllum fullorðnum sem hafa áhuga á að styrkja grunnfærni sína í íslensku, stærðfræði, ensku og tölvu– og upplýsingatækni. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga hjá Fræðsluneti Suðurlands í síma 480 8155 eða í símum 852 1855 og 820 8155. Við erum að innrita núna.