Nú eru flestar námsbrautir farnar í gang á haustönninni og mikill fjöldi námsmanna sem hefur innritað sig og hafið nám. Enn vantar örfáa þátttakendur í Grunnmenntaskóla á Hvolsvelli svo hægt sé að hefja námið þar. Hér má sjá hvaða nám er í gangi á haustönn og hvað nám á eftir að fara í gang. Það er sjálfsagt að hafa samband í síma 4808155 ef þið hafið áhuga á að innritast á einhverja þeirra námsbrauta sem enn eru ekki farnar í gang. Flestar brautirnar má meta til eininga á framhaldsskólastigi.
Námsbraut | Staður | Tími | Bókunarstaða |
Nám og þjálfun | Selfossi | Kvöldnám | í gangi |
Grunnmenntaskóli | Selfoss | Dagsnám | í gangi |
Grunnmenntaskóli | Þorlákshöfn | Kvöldnám | í gangi |
Fagnámskeið leikskóla | Fjarnám | í gangi | |
Félagsliðabrú | Fjarnám | í gangi | |
STS – lestur og ritun | Selfoss | Kvöldnám | í gangi |
Meðferð matvæla | Selfoss | Kvöldnám | í gangi |
Upplýsingatækni og samskipi | Hvolsvöllur | Dagnám | hefst 1. nóvember |
Gagn og gaman | Selfoss | Dagnám | hefst þegar næg þátttaka fæst |
Frumkvöðlasmiðja | Selfoss | Dagnám | í gangi |