Starfið á vorönn hefur gengið vel og hafa nú verið haldin fjölmörg og fjölbreytileg námskeið. Í gangi eru allar þær námsbrautir sem áætlað var að halda og fjölmörg íslenskunámskeið en alls stunda nú 82 námsmenn íslenskunám á vegum Fræðslunetsins og stór hópur fólks stundar einingabært nám fyrir fullorðna hjá Fræðslunetinu.
Í mars verða nokkur námskeið haldin og eru enn laus pláss á nokkur þeirra.
- Smáframleiðsla matvæla í Kötlu Jarðvangi – frestað vegna veðurs til 13. mars, Hvolsvöllur og fjarkennsla
- Ofnæmi, námskeið fyrir sjúkraliða – hefst 7. mars, Selfossi
- Rafsuða fyrir almenning, hefst 11. mars, fullbókað, Selfossi
- Lissugerð, hefst 12. mars, laus pláss, Selfossi
- Handgerð páska- og fermingakerti – 16. mars, fullbókað, Sólheimum
- Grunnnámskeið í leðurtöskugerð – hefst 16. mars, laust, Vík í Mýrdal
- Kryddjurtir og grænmeti – hefst 18. mars, laust, Selfossi
- Lærðu á iPad – hefst 18. mars, laust, Hvolsvelli
Innritun fer fram á vefnum, með tölvupósti: fraedslunet@fraedslunet.is og í síma 560 2030.