Hópurinn með leiðbeinendum sínum þeim  Áslaugu og Þóru.

Fræðslunetið útskrifaði 11 manns úr námsbrautinni Nám og þjálfun í síðustu viku en námið hófst í september í fyrra og hefur verið kennt 4 kvöld í viku í vetur. Margir námsmannanna hafa verið við nám hjá okkur í tvo vetur og allir hafa keppst við að ná markmiðum sínum með mjög góðum árangri.  Leiðbeinendur voru Þóra Þórarinsdóttir, Fríða Garðarsdóttir og Áslaug Ólafsdóttir. Áslaug lætur af störfum hjá Fræðslunetinu nú í vor og var henni þakkað ánægjulegt samstarf við þetta tilefni. Við óskum námsmönnunum okkar innilega til hamingju með frábæran árangur!