Nú á haustönn 2024 verður boðið uppá nýtt raunfærnimat fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Sólveig R. Kristinsdóttir solveig@fraedslunet.is er verkefnastjóri þessa mats ásamt Söndru D. Gunnarsdóttur, sandra@fraedslunet.is
Í kjölfar matsins verður þátttakendum boðið uppá sérsniðið nám (vorönn 2025). Nálgast má námsskrána hér fyrir neðan:
Einnig verður lögð áhersla á raunfærnimat á þjónustubrautum, þ.e. leiðskólaliðabrú, stuðningsfulltrúabrú og félagsliðagátt.
Vinsamlegast skráðu þig fyrir neðan ef þú hefur áhuga fyrir að taka þátt í raunfærnimati hjá Fræðslunetinu. Matið er án endurgjalds fyrir þá sem eru í markhópi framhaldsfræðslunnar. Þegar þú hefur skráð þig mun náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðlunetinu hafa samband við þig. Athugið því að skrá allar upplýsingar nákvæmlega. Raunfærnimat er fyrir 23 ára og eldri sem hafa starfað í tiltekinni atvinnugrein í þrjú ár eða lengur og vilja láta meta færni sína til skólaeininga. Neðst í skráningarformi er hægt að sjá hvað raunfærnimat er í boði hverju sinni.
Mánudagur til fimmtudags: 09:00-16:00
Föstudagur: 09:00-15:00
Laugardagur og sunnudagur: Lokað
©2023 Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579