Raunfærnimat í matartækni fór fram hjá Fræðslunetinu í maí og júní. Alls tóku 11 öflugir einstaklingar þátt í matinu og fengu þeir alls 161 einingu metna. Matið var í samvinnu við Menntaskólann í Kópavogi og Iðuna fræðslusetur.
Flestir þátttakendur hyggja á áframhaldandi nám í matartækni sem er 140 eininga nám en þar af eru 80 einingar í starfsnámi. Til undirbúnings þessa náms verður haldinn Grunnmenntaskóli hjá Fræðslunetinu í haust þar sem boðið verður uppá nám í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvu- og upplýsingatækni. Það nám verður opið öllum áhugasömum og verður kennt síðdegis. Gert er ráð fyrir að Grunnmenntaskólinn hefjist fimmtudaginn 29. ágúst. Frekari upplýsingar um Grunnmenntaskólann eru í síma 560 2030.
Í haust verður síðan boðið uppá raunfærnimat í slátrun og málmsuðu og veitir Sólveig R. Kristinsdóttir solveig@fraedslunet.is allar upplýsingar um það.