Search
Close this search box.

 

myndlist Höfn

Frá myndlistarsmiðju á Höfn, einbeitingin leynir sér ekki. 

Haustið fer vel af stað hjá Fræðslunetinu. Fjölmargir námsmenn hafa hafið nám á hinum ýmsu námsbrautum. Sl. fimmtudag hóf 21 námsmaður nám í Menntastoðum. Þetta er í fyrsta skipti sem Fræðslunetið heldur Menntastoðir en námið veitir réttindi til að sækja nám á háskólabrú. 

Á Höfn hófst nám í myndlistarsmiðju í byrjun mánaðarins en þar stunda alls 14 námsmenn nám. Einnig er brúarnám í gangi, sölu- markaðs og rekstrarnám og listnámsbraut fyrir fatlað fólk. Fjöldi útlendinga hefur einnig hafið nám í íslensku, en íslenska er kennd víða um Suðurland. 

Raunfærnimat fyrir leikskólaliða, félagsliða og hestamenn er einnig að fara í gang. Kynningarfundir verða 5. október og í nóvember fyrir hestamenn. 

Fjölmörg önnur námskeið eru auglýst á vef Fræðslunetsins og má kíkja á úrvalið hér.