Í tilefni af veitingu styrks úr sjóðnum fyrir árið 2016 og afhendingu menntaverðlauna Suðurlands hefur stjórn sjóðsins og SASS ákveðið að efna til hátíðarfundar í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 10. janúar næstkomandi kl. 17.00.
Það væri okkur ánægja ef þú/þið sæjuð ykkur fært að vera viðstödd þennan hátíðarfund.
 
Dagskrá fundarins:
1. Tónlistaratriði. 
2. Fundarstjóri setur fund. 
3. Guðmundur Örn Sigurðsson styrkhafi sjóðsins 2014 kynnir verkefni sitt.
4. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Störf nefndarinnar og niðurstöður.
5. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir styrkinn.
6. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Ávarp til styrkþega.
7. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS: menntaverðlaun Suðurlands. 
8. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir menntaverðlaun Suðurlands.
9. Ávarp forseta Íslands.
10.  Fundarstjóri slítur fundi.

Fundarstjóri: Ásmundur Sverrir Pálsson 
 
Að fundi loknum um kl. 18.00  býður sjóðurinn gestum upp á veitingar í kaffiteríu fjölbrautaskólans.
 
Eyjólfur Sturlaugsson                                       Sigurður Sigursveinsson