Þátttakendur á námskeiðinu Meðferð matvæla ásamt Jaroslaw Dudziak sem túlkað og Guðrúnu Adolfsdóttur sem var ein af leiðbeinendum frá Sýni.

Nú á vorönn hefur staðið yfir 60 stunda námskeið sem var haldið fyrir Sláturfélag Suðurlands og Reykjagarð. Alls luku 16 námsmenn náminu en það var rannsóknarstofan Sýni sem sá að mestu um kennsluna. Námið snýst um gæði og öryggi í meðferð matvæla, matvælaeftirlit og matvælavinnslu. Að auki er fjallað um matvælaörverufræði og margt fleira. Þátttakendur voru bæði pólskir og íslenskir og því var allt túlkað á pólsku en um það sáu þau Jaroslaw Dudziak og Monika Figlarska. Námskeiðinu lauk með veislu þar sem þátttakendur útbjuggu ýmsa létta rétti.