Menntastoðir

Menntastoðir

Menntastoðir 

Námskráin Menntastoðir lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 1200 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 60 framhaldsskólaeiningum. 

Fyrir hverja? 

Námið er fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki og ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla, ljúka framhaldsskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. 

Markmið 

 Markmið námsins er að styrkja jákvætt viðhorf til náms og auðvelda námsfólki að takast á við ný verkefni og mögulega áframhaldandi nám. Val námsþátta er einkum ætlað að styðja námsfólk í að efla eigin námstækni og samskipti, almennar bóklegar greinar, tölvu- og upplýsingatækni og lokaverkefni þar sem þjálfuð er vinna við heimildaöflun og heimildaskrif.  

 Fyrirkomulag 

Um er að ræða dreifnám með staðlotum á tveimur önnum og fer það fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Teams.  Námið hentar því vel með vinnu og þátttakendur geta stundað það óháð búsetu. 

Verð: 

Þátttakendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald við innritun og kr. 226,500 fyrir námið í heildina og er gjaldið innheimt á tveimur önnum. Athugið að starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags. 

Ath. að verð er birt með fyrirvara um breytingu á verðskrá Fræðslusjóðs. Verðið sem hér birtist er samkvæmt VERÐLISTA FRÆÐSLUSJÓÐS 2026. Gildir frá  janúar 2026. 

Á vorönn 2026 verða eftirtaldir áfangar kenndir:  

  • Stærðfræði 35 – algebra, föll og mengi og annars stigs jöfnur. 
  • Lokaverkefni – íslenska á 3. þrepi – heimildavinna. 
  • Enska 2. þrep – tveir áfangar.  
  • Danska 2. þrep – 1 áfangi. 

 

Upplýsingar hjá Eydísi Kötlu: 

Netfang:eydis@fraedslunet.is 
Sími: 560 2030