Mannabreytingar hjá Fræðslunetinu

Um áramótin urðu mannabreytingar hjá Fræðslunetinu. Tveir nýir starfsmenn hófu þá störf, þær Björk Guðnadóttir og Kristín G. Gestsdóttir. Björk verður með starfsstöð á Hvolsvelli. Hún starfaði áður hjá Advania og Info mentor þar sem hún vann sem sérfræðingur. Hún er með Bsc í tölvu- og upplýsingatæknifræði og er menntaður kennari. Hún hefur starfað á sviði framhaldsfræðslu hjá Keili um árabil. Hún er einn helsti Innu-sérfræðingur landsins og er mikill fengur fyrir Fræðslunetið að fá hana í liðið.
Kristín er þrautreynd skólamanneskja og verður hún með starfsstöð á Höfn, en hún leysir Róslín af í fæðingarorlofi hennar. Kristín hefur starfað sem kennari og skólastjóri um árabil og er með BEd gráðu og MA í menningarstjórnun. Hún hefur einnig nám í tölvu- og upplýsingatækni. Reynsla hennar og þekking verður mikilvægur liðsauki fyrir Fræðslunetið.
Þá láta þær Sólveig R. Kristinsdóttir og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir af störfum í janúar. Sólveig hóf störf hjá Fræðslunetinu 2006 og Steinunn 2007. Þær stöllur ætla að snúa sér að verkefnum efri áranna, golfiðkun, málaralist og skógrækt.

Björk
Björk Guðnadóttir, verkefnastjóri á Hvolsvelli
Kristín g
Kristín G. Gestsdóttir, verkefnastjóri á Höfn.