INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Á haustdögum var auglýst eftir umsóknum í sjóðinn eins og reglur hans gera ráð fyrir. Auglýst var í Fréttablaðinu og í háskólum á landinu. Styrkupphæðin var 1,1 milljón króna. Alls bárust 12 umsóknir. Tveimur umsækjenda var veittur styrkur að þessu sinni: Ásdísi Jónsdóttur fyrir doktorsverkefni sitt um rannsóknir á jöklum á Suðurlandi og þekkingarsköpun um þá; Ásdís stundar nám í mannfræði við Háskólann í Ósló. Magneu Báru Stefánsdóttur fyrir verkefnið ljósmyndasafn Ottós Eyfjörð sem er lokaverkefni hennar í MA námi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson afhenti styrkinn á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var í ársbyrjun 2013.