Fjallað verður um sögu og menningu sveitanna. Helstu efnisþættir verða: jarðfræði uppsveitanna, fornleifar og saga frá landnámi til 1711, glæpir og refsing, starfsemi kvenfélaganna og ungmennafélaganna, áhrif Kreppunnar og sauðasölunnar á samfélagið, stofnun og saga Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Námskeiðið  verður haldið á fimmtudagskvöldum, dagana 25.9., 2.10., 9.10. og 16.10 í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Námskeiðið er haldið í samvinnu Fræðslunetsins, Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps og niðurgreitt af þeim.

Skrá mig á þetta námskeið