Færni á vinnumarkaði

Færni á vinnumarkaði.  🎓 Viltu styrkja þig fyrir framtíðina?Fræðslunetið býður upp á námsleiðina Færni til framtíðar – hönnuð fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. 📌 Námið fer fram í litlum hópum með miklum stuðningi þar sem áhersla er lögð á félagsfærni, sjálfstæði og praktíska færni.🧠 Markmiðið er að efla sjálfstraust og auka möguleika á virkni í […]

Útskrift á námsbrautum hjá Fræðslunetinu

Útskrift á námsbrautum hjá Fræðslunetinu.  Þann 27. maí sl. var útskriftarhátíð hjá Fræðslunetinu. Að þessu sinni útskrifuðust 33 námsmenn af fimm námsbrautum. Útskrifað var af Félagsliðagátt, Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, Menntagrunni, Menntastoðum og Stökkpalli. Að þessu sinni flutti Birgitta Lára Herbertsdóttir, sem útskrifaðist úr Félagsliðagátt, ávarp fyrir hönd námsmanna og hafði hún þetta að segja. ,,Ég […]

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að starfa.

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að starfa á starfsstöð Fræðslunetsins á Selfossi. Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að starfa á starfsstöð Fræðslunetsins á Selfossi. Um er að ræða fullt stöðugildi, sem skiptist þannig að 75% snýr að verkefnastjórnun í fræðslu fatlaðs fólks og 25% í […]

Kynningarfundur um Háskólabrú Keilis

Kynningarfundur um Háskólabrú Keilis Háskólabrú Keilis – Leiðin þín að háskólanámi Fræðslunetið býður upp á kynningarfund um Háskólabrú Keilis mánudaginn 29. apríl kl. 17:30 í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Háskólabrú Keilis er ætlað þeim sem vilja hefja nám á háskólastigi en skortir formleg réttindi til þess. Námið veitir nemendum trausta undirstöðu og eykur færni […]

Haustfundur Símenntar

Við Dynjandisfoss

Ársfundur Símenntar var haldinn á Ísafirði dagana 26. og 27. september sl. Símennt er samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og er hægt að skoða heimasíðu samtakanna hér. Alls sóttu um 60 manns fundinn og fóru alls 8 manns frá Fræðslunetinu. Boðið var uppá fróðleg erindi á fundinum, bæði um notkun gervigreindar og einnig var verkefnið Gefum […]

Nýtt nám hjá Fræðslunetinu

Færni á vinnumarkaði áSelfossi

Hjá Fræðslunetinu hófst kennsla á námsleiðinni Færni á vinnumarkaði í síðustu viku, sem er vottuð námskrá. Námið er ætlað fötluðu fólki í atvinnuleit og er skipulag þess unnið í nánu samstarfi við Vinnumálastofnun. Námið er tvískipt; annars vegar bóklegt 70 klst. nám sem Fræðslunetið heldur utan um og hins vegar 110 klst. færniþjálfun á vinnustöðum […]

Áfangar í boði á haustönn 2024

Áfangar í boði haustönn ´24 (Facebook Post)

Hægt er að taka staka áfanga hjá Fræðslunetinu. Hér má sjá hvaða áfanga er um að ræða á haustönn 2024. Áfangarnir eru af Félagsliðagátt, Leikskólaliðabrú, Stuðningsfulltrúabrú og Menntastoðum. Áfangana er hægt að fá metna inn í annað nám. Eydís Katla Guðmundsdóttir er verkefnastjóri námsins og er hægt að fá upplýsingar hjá henni varðandi áfangana. Netfang: […]

Íslenskunám fyrir starfsfólk HSU hjá Fræðslunetinu

Íslenska HSU

Nýlega útskrifaðist hópur starfsfólks HSU (Heilbrigðisstofnunar Suðurlands) úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og HSU. Námið var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli og hefur staðið yfir í allan vetur, alls 27 vikur.Námið fór fram á vinnustað, í matsal HSU, tvisvar sinnum í viku og að hluta til á vinnutíma. […]

Útskriftar- og uppskeruhátíð Fræðslunetsins

Útskriftarhópurv2024

Dagana 28. og 30. maí sl. fóru fram vorútskriftir Fræðslunetsins, annars vegar á Höfn í Hornafirði og hins vegar á Selfossi. Að þessu sinni luku 37 námsmenn formlegu námi af félagsliðagátt, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, menntastoðum og stökkpalli. Fjórir af þessum námsmönnum stunduðu námið á Höfn. Einnig fengu 25 þátttakendur staðfestingu á einingum sem þeir fengu […]

Fræðslunetið á faraldsfæti

Starfsfólk fræðslunetsins í Mími

Á starfsdegi Fræðslunetsins þetta vorið var ákveðið að heimsækja fræðsluaðila í Reykjavík til að kynnast starfsemi þeirra og ýmsum nýjungum í starfinu. Fyrst var farið í Iðuna fræðslusetur þar sem kynnt var rafræn skráning á raunfærnimati. Verkefni sem hefur verið í þróun í nokkur undanfarin ár og verður vonandi brátt lokið við, þannig að öll […]