Mannabreytingar hjá Fræðslunetinu
Mannabreytingar hjá Fræðslunetinu Um áramótin urðu mannabreytingar hjá Fræðslunetinu. Tveir nýir starfsmenn hófu þá störf, þær Björk Guðnadóttir og Kristín G. Gestsdóttir. Björk verður með starfsstöð á Hvolsvelli. Hún starfaði áður hjá Advania og Info mentor þar sem hún vann sem sérfræðingur. Hún er með Bsc í tölvu- og upplýsingatæknifræði og er menntaður kennari. Hún […]
Opnunartímar skrifstofu um jól og áramót
Jólaleyfi starfsfólks Vegna jólaleyfa starfsfólks Fræðslunetsins verður skrifstofan lokuð sem hér segir: frá kl. 12 föstudaginn 20. desember til kl. 9 fimmtudaginn 2. janúar.
Íslenskunámskeið vorannar
Íslenskunámskeið vorannar Nú er búið að setja öll íslenskunámskeið vorannar inná vefinn okkar og þar er hægt að skrá sig á námskeið. Námskeiðin verða um allt Suðurland, frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði. Ef fólk hefur óskir um námskeið á öðrum stöðum en augslýstir eru þá er velkomið að skoða það en það þarf að […]
Af því að ég veit ég get það
„Af því að ég veit að ég get það.“ Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem haldinn var miðvikudaginn 13. nóvember, var Noelinie Namayanja sem stundaði nám hjá Fræðslunetinu valin fyrirmynd í námi fullorðinna ásamt Sigurði K. Guðmundssyni sem stundaði nám hjá Mími. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa breytt stöðu sinni eftir þátttöku […]
Gaman í 25 ára afmælinu
Gaman í 25 ára afmælinu Fræðslunetið hélt uppá 25 ára afmælið sitt þann 7. nóvember. Boðið var uppá fyrirlestur með Ásdísi Hjálmsdóttur sem er þrefaldur Ólympíufari og leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um hvernig á að setja sér markmið og ná þeim skref fyrir skref. Góður rómur var gerður að fyrirlestrinum og hann höfðaði […]
25 ára afmæli Fræðslunetsins
Á þessu ári er Fræðslunetið 25 ára. Það var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna verður boðið til afmælisfundar þann 7. nóvember kl. 14. Afmælið hefst með fræðsluerindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara sem hún kallar „Að ná árangri“. Hún er ásamt fleiru leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Að erindi loknu verður boðið […]
Nýtt nám hjá Fræðslunetinu
Hjá Fræðslunetinu hófst kennsla á námsleiðinni Færni á vinnumarkaði í síðustu viku, sem er vottuð námskrá. Námið er ætlað fötluðu fólki í atvinnuleit og er skipulag þess unnið í nánu samstarfi við Vinnumálastofnun. Námið er tvískipt; annars vegar bóklegt 70 klst. nám sem Fræðslunetið heldur utan um og hins vegar 110 klst. færniþjálfun á vinnustöðum […]
Íslenskunám fyrir starfsfólk HSU hjá Fræðslunetinu
Nýlega útskrifaðist hópur starfsfólks HSU (Heilbrigðisstofnunar Suðurlands) úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og HSU. Námið var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli og hefur staðið yfir í allan vetur, alls 27 vikur.Námið fór fram á vinnustað, í matsal HSU, tvisvar sinnum í viku og að hluta til á vinnutíma. […]
Spjallmót í Vík
Þann 29. maí s.l. lauk námskeiðinu Íslenska 2 á vegum Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi í Vík í Mýrdal. Það er orðin hefð fyrir því að síðasta kennslustundin sé opin spjallstund þar sem íslenskumælandi íbúar þorpsins mæta og spjalla við nemendur. Verkefnið er hluti af samstarfi Fræðslunetsins við Kötlusetur í Vík og hefur fengið það […]
Íslenska fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Árborgar
Íslenska fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Árborgar hjá Fræðslunetinu Nýverið útskrifaðist hópur starfsfólks Sveitarfélagsins Árborgar úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og sveitarfélagsins. Námskeiðið fór fram hjá Fræðslunetinu einu sinni í viku á vinnutíma og var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli. Samhliða námskeiðinu fengu þátttakendur aðgang að smáforritinu, Bara tala frá […]