Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi

Það var mikil gleði og ánægja þegar 32 Úkraínumenn útskrifuðust úr íslenskunámskeiði hjá Fræðslunetinu í mars. Námskeiðið var haldið á Selfossi og lauk með hlýlegri útskrift þar sem bæði íslenskar og úkraínskar veitingar voru í boði. Kennari námskeiðsins, Anna Linda, hrósaði nemendum fyrir dugnað og áhuga, og túlkurinn Bohdana sá til þess að allir skildu […]
Sólveig og Steinunn kveðja

Sólveig og Steinunn kveðja Um síðustu áramót var komið að starfslokum hjá Sólveigu Kristinsdóttur og Steinunni Ó. Kolbeinsdóttur hjá Fræðslunetinu. Þær stöllur voru með fyrstu starfsmönnum Fræðslunetsins og höfðu því starfað þar í um tvo áratugi. Sólveig sem náms- og starfsráðgjafi og Steinunn sem verkefnastjóri. Þær áttu báðar með störfum sínum mikinn þátt í því […]
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar

Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið […]
Mannabreytingar hjá Fræðslunetinu

Mannabreytingar hjá Fræðslunetinu Um áramótin urðu mannabreytingar hjá Fræðslunetinu. Tveir nýir starfsmenn hófu þá störf, þær Björk Guðnadóttir og Kristín G. Gestsdóttir. Björk verður með starfsstöð á Hvolsvelli. Hún starfaði áður hjá Advania og Info mentor þar sem hún vann sem sérfræðingur. Hún er með Bsc í tölvu- og upplýsingatæknifræði og er menntaður kennari. Hún […]
Íslenskunámskeið vorannar

Íslenskunámskeið vorannar Nú er búið að setja öll íslenskunámskeið vorannar inná vefinn okkar og þar er hægt að skrá sig á námskeið. Námskeiðin verða um allt Suðurland, frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði. Ef fólk hefur óskir um námskeið á öðrum stöðum en augslýstir eru þá er velkomið að skoða það en það þarf að […]
Af því að ég veit ég get það

„Af því að ég veit að ég get það.“ Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem haldinn var miðvikudaginn 13. nóvember, var Noelinie Namayanja sem stundaði nám hjá Fræðslunetinu valin fyrirmynd í námi fullorðinna ásamt Sigurði K. Guðmundssyni sem stundaði nám hjá Mími. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa breytt stöðu sinni eftir þátttöku […]
Gaman í 25 ára afmælinu

Gaman í 25 ára afmælinu Fræðslunetið hélt uppá 25 ára afmælið sitt þann 7. nóvember. Boðið var uppá fyrirlestur með Ásdísi Hjálmsdóttur sem er þrefaldur Ólympíufari og leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um hvernig á að setja sér markmið og ná þeim skref fyrir skref. Góður rómur var gerður að fyrirlestrinum og hann höfðaði […]
25 ára afmæli Fræðslunetsins

Á þessu ári er Fræðslunetið 25 ára. Það var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna verður boðið til afmælisfundar þann 7. nóvember kl. 14. Afmælið hefst með fræðsluerindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara sem hún kallar „Að ná árangri“. Hún er ásamt fleiru leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Að erindi loknu verður boðið […]
Nýtt nám hjá Fræðslunetinu

Hjá Fræðslunetinu hófst kennsla á námsleiðinni Færni á vinnumarkaði í síðustu viku, sem er vottuð námskrá. Námið er ætlað fötluðu fólki í atvinnuleit og er skipulag þess unnið í nánu samstarfi við Vinnumálastofnun. Námið er tvískipt; annars vegar bóklegt 70 klst. nám sem Fræðslunetið heldur utan um og hins vegar 110 klst. færniþjálfun á vinnustöðum […]
Íslenskunám fyrir starfsfólk HSU hjá Fræðslunetinu

Nýlega útskrifaðist hópur starfsfólks HSU (Heilbrigðisstofnunar Suðurlands) úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og HSU. Námið var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli og hefur staðið yfir í allan vetur, alls 27 vikur.Námið fór fram á vinnustað, í matsal HSU, tvisvar sinnum í viku og að hluta til á vinnutíma. […]