Færðu færni þína í gervigreind á næsta stig með þessu hagnýta námskeiði. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem þegar kunna á ChatGPT en vilja kafa dýpra. Ráðlagt er að þátttakendur hafi komið á grunnnámskeiðið (ChatGPT frá A til Ö). Hér er lögð áhersla á praktíska þekkingu, gagnrýna hugsun og verklegar æfingar sem gera þátttakendum kleift að leysa flóknari verkefni með hjálp gervigreindar. Þú öðlast einnig innsýn í það hvernig undirliggjandi tæknin virkar og færð dýpri skilning á bæði möguleikum og takmörkunum AI.
Meðal efnisþátta er noktun gervigreindar fyrir lengra komna, svo sem RAG (retrieval augmented generation), sem gerir ChatGPT kleift að vinna með gögn úr þínum eigin skjalasöfnum, og notkun erindreka (e. agents) sem geta sjálfvirkt framkvæmt lengri verkefni. Þú lærir líka hvernig mismunandi líkön virka og hvenær þau henta best.
Kennslan er í höndum sérfræðinga frá Javelin AI, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf um hagnýtingu gervigreindar. Höfundur námskeiðsins er Sverrir Heiðar Davíðsson, MSc í gervigreind og gagnavísindum, sem hefur víðtæka reynslu af því að kenna gervigreind í atvinnulífinu og hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir síðan í október 2023.
Tryggðu þér forskot með því að öðlast sérhæfða færni í notkun gervigreindar við raunverulegar áskoranir í starfi þínu!
Hagnýtar upplýsingar
Þátttakendur þurfa að vera með fartölvu og hafa sjálfir stofnað aðgang að ChatGPT áður en námskeiðið hefst. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnfærni í tölvunotkun og geti leyst almenn tölvutengd vandamál sjálfir. Nauðsynlegt er að greiða fyrir einn mánuð að ChatGPT (t.d. Plus eða Team) áður en námskeiðið byrjar (mánaðaráskrift kostar tæplega 3500 ISK). Vinsamlegast athugið að til eru ýmsar eftirlíkingar eða svipaðar þjónustur sem koma upp þegar leitað er að ChatGPT og þátttakendur ættu að gæta þess að skrá sig í rétta þjónustu.
Kennarar:
Sverrir Heiðar Davíðsson er hugbúnaðarverkfræðingur og annar stofnandi fyrirtækisins Javelin AI, sem sérhæfir sig í fræðslu, ráðgjöf og verkefnum sem snúa að gervigreind. Sverrir er með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum frá DTU og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ og hefur verið að læra um og vinna með gervigreind síðan 2018.
Pétur Már Sigurðsson starfar sem sérfræðingur innleiðingar gervigreindarlausna hjá Javelin AI. Hann hefur yfir 6 ára reynslu af hugbúnaðarþróun og hefur hannað og forritað gervigreindarlausnir í 3 ár.
Kristján Gíslason er með BS og MS gráður í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur yfir 3 ár af reynslu af umbótum og stafvæðingu ferla í framleiðslu og þungaiðnaði. Hefur kennt námskeið í gæðastjórnun, straumlínustjórnun og aðferðafræði við lausn verkefna.
Kennslan er leidd af starfsmönnum Javelin AI, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri gervigreind og hafa kennt fjölmörg námskeið um hagnýtingu gervigreindar m.a. hjá Endurmenntun HÍ og öðrum fyrirtækjum síðan 2023.
Dagssetning:
Hvolsvöllur 27.nóvember kl.13:00-16:00
Styrkir vegna námskeiðsgjalda:
Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.
Verð: 42.000 kr.
Skráningarfrestur er til 20.nóvember, einungis 20 sæti í boði á námskeiðið.
Nánari upplýsingar hjá Björk bjork@fraedslunet.is