ChatGPT frá A-Ö, byrjendanámskeið 

Námskeiðið er hannað fyrir byrjendur og áhugasama – þú þarft ekki að hafa prófað ChatGPT áður. Við byrjum á grunni, kynnum notendaviðmótið og útskýrum hvernig ChatGPT virkar. Þú lærir að vinna með texta, myndefni og gögn, og prófar hvernig hægt er að beita gervigreind í fjölbreyttum verkefnum.

Hagnýtar upplýsingar

Þátttakendur þurfa að vera með fartölvu og hafa sjálfir stofnað aðgang að ChatGPT áður en námskeiðið hefst. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnfærni í tölvunotkun og geti leyst almenn tölvutengd vandamál sjálfir. Nauðsynlegt er að greiða fyrir einn mánuð að ChatGPT (t.d. Plus eða Team) áður en námskeiðið byrjar  (mánaðaráskrift kostar tæplega 3500 ISK). Vinsamlegast athugið að til eru ýmsar eftirlíkingar eða svipaðar þjónustur sem koma upp þegar leitað er að ChatGPT og þátttakendur ættu að gæta þess að skrá sig í rétta þjónustu.

Uppbygging námskeiðsins

Dagur 1 – Grunnatriði og samskipti við gervigreind:

Farið verður yfir helstu hugtök og virkni ChatGPT. Sýnt verður hvernig tólið vinnur, hvernig hægt er að eiga samtal við það og skoðuð verða dæmi um hagnýta notkun. Einnig verður farið yfir hvernig gagnlegt er að hugsa um tæknina þannig að þátttakendur skilji hvernig ChatGPT er frábrugðið annarri tækni, t.d. leitarvélum, reiknivélum og þýðingartólum. Að auki verður farið yfir ýmsar takmarkanir og veikleika ChatGPT.

Dagur 2 – Notkun tóla og gagna í ChatGPT:

Á öðrum degi verður farið yfir hin ýmsu tól sem ChatGPT býður upp á. Sýnt verður hvernig ChatGPT getur skilið, túlkað og búið til myndrænt efni á hagnýtan hátt og átt samtöl með rödd. Farið verður yfir greiningu og myndræna framsetningu gagna. Þátttakendur fá að sjá fjölbreytt sýnidæmi og unnin verða verkefni sem krefjast notkunar á ýmsum tólum.

Kennarar:

Sverrir Heiðar Davíðsson er hugbúnaðarverkfræðingur og annar stofnandi fyrirtækisins Javelin AI, sem sérhæfir sig í fræðslu, ráðgjöf og verkefnum sem snúa að gervigreind. Sverrir er með M.Sc. í gervigreind og gagnavísindum frá DTU og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ og hefur verið að læra um og vinna með gervigreind síðan 2018.

Pétur Már Sigurðsson starfar sem sérfræðingur innleiðingar gervigreindarlausna hjá Javelin AI. Hann hefur yfir 6 ára reynslu af hugbúnaðarþróun og hefur hannað og forritað gervigreindarlausnir í 3 ár.

Kristján Gíslason er með BS og MS gráður í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur yfir 3 ár af reynslu af umbótum og stafvæðingu ferla í framleiðslu og þungaiðnaði. Hefur kennt námskeið í gæðastjórnun, straumlínustjórnun og aðferðafræði við lausn verkefna.

Kennslan er leidd af starfsmönnum Javelin AI, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri gervigreind og hafa kennt fjölmörg námskeið um hagnýtingu gervigreindar m.a. hjá Endurmenntun HÍ og öðrum fyrirtækjum síðan 2023.

Ef þú vilt skilja betur hvernig gervigreind virkar og hvernig hún getur hjálpað þér í starfi eða daglegu lífi – þá er þetta námskeið fyrir þig. 

Dagssetningar: 

Ath. námskeiðið er 2 daga

Selfoss  22. og 23. september  kl.08:30-11:30 

Hvolsvöllur  22. og 23. september  kl.13:00-16:00 

Styrkir vegna námskeiðsgjalda:

Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. 

Verð: 69.500 kr.

Skráningarfrestur er til 05.september, einungis 20 sæti í boði á hvort námskeið.

Nánari upplýsingar hjá Björk bjork@fraedslunet.is

 

Skráning hér á Selfossi

Skráning hér á Hvolsvelli