INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Eyjólfur Sturlaugsson, nýr framkvæmdastjóri FSS

Eyjólfur Sturlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastóri Fræðslunetsins og mun hann taka við starfinu um áramótin. Eyjólfur var valinn úr hópi 15 umsækjenda. Hann hefur langa reynslu af skólamálum, starfar sem skólastjóri Auðarskóla í Búðardal en starfaði áður sem skólastjóri Vallaskóla á Selfossi frá árinu 2002-2009. Eyjólfur lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1989, var í framhaldsnámi í sama skóla og lauk diplómunámi í upplýsingatækni. Árið 2011 lauk hann MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Eyjólfur er kvæntur Guðbjörgu Hólm Þorkelsdóttur og eiga þau fjögur börn.