Search
Close this search box.

Nám í félagsliðabrú hefst Nemendur þurfa vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að baki að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.

Námsmenn útskrifast sem félagsliðar.

Félagsliðabrú er 32 eininga nám á framhaldsskólastigi.

Námið er samtals 32 einingar sem eru kenndar á fjórum önnum. Kenndar eru sjö til níu einingar á hverri önn. Kjarninn er 25 einingar og valgreinar eru 7 einingar.
Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17.15-20.15 og hefst námið 25. ágúst
Mat á fyrra námi auk starfsreynslu byggir á reglum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út. Starfsreynsla er metin til styttingar sem er 78 einingar. 

Áfangaskipting:

1.önn
Heilbrigðisfræði HBF 103 3 einingar
Félagsfræði FÉL 123 3 einingar
Félagsleg virkni FÉV 102 2 einingar
2. önn
Aðstoð og umönnun ASU 104 4 einingar
Sálfræði SÁL 123 3 einingar
3. önn
Fjölskylda og félagsleg þjónusta FJF 103 3 einingar
Lyfjafræði LYF 113 3 einingar
Næringarfræði NÆR 103 3 einingar
4.önn
Skyndihjálp SKY 101 1 eining
4.önn – Valgreinar
Samfélagsþjónusta aldraðra SFA 102 2 einingar
Öldrunarferli ÖLD 105 5 einingar
eða

Fötlun FTL 103 3 einingar
Fötlun og samfélag FOS 104 4 einingar

Allar nánari upplýsingar veitir Eydís Katla í síma 560 2033.