INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Útskriftarhópurinn glaðbeittur á þessum ánægjulegu tímamótum.

Við erum afar stolt af þessum frábæra hópi sem var að útskrifast sem félagsliðar. Námsmennirnir hafa setið í tímum tvö kvöld í viku sl. tvo vetur og settu upp húfurnar við hátíðlega stund hjá Fræðslunetinu í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Fræðslunetið útskrifar félagsliða.

Námið hefur verið kennt í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) og hefur kennslan skiptst á milli Fræðslunetsins og MSS. Kennslan hefur farið fram í gegnum netið með Links, sem er fjarkennsluforrit og hafa kennarar ýmist verið hér eða í Keflavík. Eydís Katla Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur haft umsjón með náminu og á hún miklar þakkir skildar fyrir mikla vinnu og yfirlegu við þetta verkefni. Næsta vetur verður væntanlega aftur boðið uppá nám á félagsliðabrú og verður það einnig í samvinnu við MSS og þá verður einnig hópur á Hvolsvelli. Til hamingju með frábæran árangur. Skoða myndir frá útskriftinni.