INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Föstudaginn 1. mars var húsnæði gamla Sandvíkurskóla formlega afhent Fræðslunetinu og Hálskólafélagi Suðurlands að viðstöddu fjölmenni. Það var Eyþór Arnalds formaður bæjarráðs Árborgar sem afhenti þeim Ásmundi framkvæmdastjóra Fræðslunetsins og Sigurði framkvæmdastjóra Háskólafélagsins lyklana að húsnæðinu. Við sama tækifæri var formlega tilkynnt um val á nafni á starfsemina sem í húsinu er en efnt var til samkeppni um nafnið. Það var Ingunn Jónsdóttir sem átti verðlaunatillöguna, Fjölheimar. Á nafnið að vísa til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem fer fram í húsinu, sem er þó einkum á mennta- og fræðasviði.  Svo skemmtilega vill til að Ingunn er starfmaður Háskólafélagsins og Matís.

 

Ellefu kennslustofur eru í húsinu og fer þar fram fjarkennsla á háskólastigi, framhaldsfræðla fullorðinna og tómstundanámskeið og fullorðinsfræðsla fatlaðs fólks. Stofur verða einnig leiðgar út til námskeiðs- og fundarhalda fyrir þá sem þess óska. Í húsinu eru einnig 17 skrifstofur og eru þær nú allar komnar í fulla notkun en hluti þeirra er leigður til ýmissa stofnana og einherja.Í húsinu starfa nú auk Fræðslunetsins, Háskólafélag Suðurlands en á þess vegum er einnig rekið verkefnið Katla jarðvangur/Katla Geopark, Birta starfsendurhæfing, Markaðsstofa Suðurlands, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Minjavörður Suðurlands, Náttúrustofa Vestfjarða, Sálin sálfræðistofa, ráðgjafafyrirtækið Næsta skref og Réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi. Það hefur gengið vel að koma starfsemi í húsið og sá draumur að húsið yrði kraumandi pottur menntunar, fræðastarfs og nýsköpunar virðist ætla að rætast fyrr en menn vonuðust til.