Þann 12. júní s.l. útskrifuðust 78 einstaklingar úr raunfærnimati hjá Fræðslunetinu. Aldrei hefur jafn stór hópur útskrifast í einu úr raunfærnimati á landinu. Þessir einstaklingar fóru í mat í fimm mismunandi greinum: slátrun, stuðningsfulltrúabraut, skrifstofufærni, verslunarfærni og á garðyrkjubrautum.