Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Námsmenn takast á við verkefni samkvæmt verklýsingu og fyrirmælum, efla eigið læsi á aðstæður og verkefni þar sem lausnir eru ekki sjálfgefnar en krefjast þekkingar, hugkvæmni og hæfni í samskiptum, rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Þátttakendur geta valið um sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarlínu. Sérhæfingin er 5 einingar á hvoru sviði en nemendur geta tekið bæði sviðin ef þeir kjósa. Mögulegt er að taka þátt í raunfærnimati á félagsliðabraut og fá einhverja áfanga metna áður en námið hefst.
Nám á félagsliðagátt er fjórar annir hjá Fræðslunetinu en síðan bætast við 70/75 einingar við framhaldsskóla. Í flestum áföngum er notast við speglaða kennslu. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima en mæta í vinnustofur hjá Fræðslunetinu einu sinni í viku, síðdegis, alls fimm vikur. Verkefnavinna í vinnustofum fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Námið hentar því vel með vinnu og þátttakendur geta stundað það óháð búsetu.
Þátttakendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald við innritun og 326.000 fyrir námið í heildina og er gjaldið innheimt á fjórum önnum. Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.
Ath. að verð er birt með fyrirvara um breytingu á verðskrá Fræðslusjóðs. Verðið sem hér birtist er samkvæmt VERÐLISTA FRÆÐSLUSJÓÐS 2026. Gildir frá janúar 2026.
Á vorönn 2026 verða eftirtaldir áfangar kenndir:
Upplýsingar hjá Eydísi Kötlu:
Netfang: eydis@fraedslunet.is
Sími: 560 2030