INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Félagsliðagátt

Námskráin Félagsliðagátt lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er alls 1720 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 86 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði með starfsreynslu sem jafngildir að lágmarki fullu starfi í eitt ár. Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Nemar takast á við verkefni samkvæmt verklýsingu og fyrirmælum, efla eigið læsi á aðstæður og verkefni þar sem lausnir eru ekki sjálfgefnar en krefjast þekkingar, hugkvæmni og hæfni í samskiptum, rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Námið er í heildina 151/161 eining á 2. og 3. þrepi. Hjá Fræðslunetinu er hægt að taka 81 einingu á 2. þrepi á fjórum önnum. Þátttakendur geta valið um sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarlínu. Sérhæfingin er 5 einingar á hvoru sviði en nemendur geta tekið bæði sviðin ef þeir kjósa. Mögulegt er að taka þátt í raunfærnimati á félagsliðabraut og fá einhverja áfanga metna áður en námið hefst.

Fyrir hverja?

  • Þá sem hafa náð 22 ára aldri.
  • Þá sem hafa að minnsta kosti 3 ára starfsreynslu á sviði umönnunar barna, unglinga, fatlaðra, sjúkra og aldraðra.
  • Þá sem hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum á vegum símenntunarmiðstöðva, stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila, s.s. ýmsum fagnámskeiðum, starfsnámi stuðningsfulltrúa, grunn- og framhaldsnámskeiði.

Verð:

Þátttakendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald við innritun og 286.000 fyrir námið í símenntunarmiðstöð og er gjaldið innheimt í tvennu lagi. Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.

Ath. að verð er birt með fyrirvara um breytingu á verðskrá Fræðslusjóðs. Verðið sem hér birtist er samkvæmt VERÐLISTA FRÆÐSLUSJÓÐS 2024. Gildir frá  janúar 2024.

Stundatafla vorönn 2024

Nám á félagsliðagátt er fjórar annir hjá Fræðslunetinu en síðan bætast við 70/75 einingar við framhaldsskóla. Í flestum áföngum er notast við speglaða kennslu. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima en mæta í vinnustofur hjá Fræðslunetinu einu sinni í viku, síðdegis, alls fimm vikur. Verkefnavinna í vinnustofum fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Námið hentar því vel með vinnu og þátttakendur geta stundað það óháð búsetu.

Áfangar:

Aðstoð og umönnun F-ASUM2UA 

Enska fyrir félagsliða F-ENSK2FK 

Félagsleg virkni F-FÉVI2FV

Fjölskyldan og félagsleg þjónusta F-FSFÞ2FJ

Fötlun F- FÖFR1FÞ

Fatlanir og samfélagið * F-FÖFR2MF

Gagnrýnin hugsun og siðfræði F-SIÐF2GH

Hegðun og atferlismótun (sálfr) F-SÁLF2HM

Íslenska fyrir félagsliða F-ÍSLE2TT

Kynja- og jafnréttisfræðsla F-KYNJ2KG

Lyfjafræði F-LYFJ2LF

Næringarfræði F-NÆRG2NF

Óhefðbundin samskipti F- ÓHSA2ÓS

Samvinna og samskipti F-SAMS1SS

Skyndihjálp F-SKYN2SP

Stærðfræði fyrir félagsliða F-STÆR2EÆ

Upplýsingatækni F-UPPT2UT

Öldrun F-ÖLFR1ÖL

Öldrun og samfélag * F-ÖLFR2ÖS 

Upplýsingar hjá Eydísi Kötlu:

Netfang: eydis[hjá]fraedslunet.is
Sími: 560 2030

Sjá námsskrá