INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

Það er ekki hægt að segja annað en að vel sé tekið á móti Fræðslunetinu á Hvolsvelli. Þar eru nú á sjötta tuginn að hefja nám af ýmsu tagi. Í byrjun sepember hófst þar Grunnmenntaskóli og eru nemendur þrettán sem sækja nám alla virka daga frá 12-16. Um þrjátíu manns eru að hefja enskunám á kvöldnámskeiðum og er þar um að ræða ensku 1 og 2 sem verður kennd á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá 19.30-21.40. Enn eru laus örfá pláss í enskunni. Á föstudag 30. september hefst  tölvunámskeið fyrir eldri borgara og verður kennt á föstudögum frá kl. 13.30. Þar er eitt pláss laust. Kennslan fer fram í Hvolsskóla. Námskeiðið Manngerðir hellar verður á laugardaginn 1. október í grunnskólanum á Hellu og munu hátt í 20 manns sækja það námskeið sem er styrkt af Menningarráði Suðurlands og kostar aðeins 3000 kr. Þar eru enn laus pláss vegna forfalla.

Nemendur hjá Fræðslunetinu á Hvolsvelli eru á aldrinum frá 20 ára til níræðs, þannig að einkunnarorð Fræðslunetsins eiga vel við: “Lærum allt lífið”.