INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.
Samstarfssamningurinn undirritaður, fv. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Sveinn Aðalsteinsson,  framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Valgeir Blöndal Magnússon, framkvæmdastjóri Símeyjar, Guðjónína Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri MSS og Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis.
Fræðslunetið hefur ásamt þremur öðrum símenntunarmiðstöðvum, undirritað samstarfssamning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, um miðlun fræðslu til fyrirtækja og starfsmanna  í ferðaþjónustu. Hæfnisetrið er tímabundið þróunarverkefni sem er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Til þess var stofnað á grundvelli skýrslu sem Stjórnstöð ferðamála gerði árið 2016, þar sem fjallað var um hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu.
Hlutverk símenntunarmiðstöðvanna í verkefninu verður að heimsækja ferðaþjónustufyrirtæki, kynna þeim og starfsmönnum þeirra möguleika á fræðslu, fjármögnun og arðsemi af slíku starfi. Í framhaldinu verður síðan komið á markvissu fræðslustarfi innan ferðaþjónustunnar. Reynslan af þessu verkefni miðar síðan að því aðferðafræðin verði nýtt til að koma á markvissu fræðslustarfi fyrir ferðaþjónustuna á landsvísu.
Fræðslunetið mun á næstunni efna til samstarfs við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi þar sem boðið verður uppá greiningu fræðsluþarfa og í framhaldinu gerð sérsniðin fræðsluáætlun. Árangurinn verður síðan skipulega metinn að lokinni fræðslu. Tengiliður Fræðslunetsins í verkefninu er Ottó Valur Ólafsson verkefnastjóri.