Search
Close this search box.
Frá vinstri;  Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson,  Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og  Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.
Fræðslunetið hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að fræðsluverkefni með ferðaþjónustuklasa í Hveragerði, sem kallað er Fræðslustjóri að láni.  Í klasanum voru fimm fyrirtæki; Hótel Örk, Almar bakari, Frost og funi, Skyrgerðin og Gistiheimilið Frumskógar. Verkefnið fólst í að gera greiningu á fræðsluþörfum hjá fyrirtækjunum. Í framhaldinu var gerð fræðsluáætlun og boðið upp á námskeið í samræmi við niðurstöður greiningarinnar.
Haldin voru átta námskeið sem náðu til allra starfsmanna og stjórnenda fyrirtækjanna. Hóparnir sem sóttu námskeiðin urðu alls 18, en það gerir að meðaltali eitt námskeið á mánuði meðan á verkefninu stóð. Námskeiðin voru fjölbreytt og snerta með einum eða öðrum hætti ýmsa þætti ferðaþjónustunnar. Eftirfarandi námskeið voru haldin: Ferðaþjónusta -umhverfi og menning, Þjónusta og gestrisni, Skyndihjálp, Meðferð matvæla, Samskiptamiðlar og sýnileiki í ferðaþjónustu, Hagnýt mannauðsstjórnun, Tíma- og verkefnastjórnun og Streita og streitustjórnun.
Fyrstu námskeiðin voru haldin í apríl 2017 og þau síðustu nú í byrjun nóvember. Þegar síðasta námskeiðinu lauk fóru verkefnastjórar Fræðslunetsins, þær Sandra D. Gunnarsdóttir og Dýrfinna Sigurjónsdóttir og afhentu forsvarsmönnum fyrirtækjanna blómvönd og skjal til staðfestingar á þátttöku í verkefninu. Góður rómur var gerður að samstarfinu sem mun halda áfram þó þessari fræðsluáætlun sé lokið. Markviss fræðsla er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja sem vilja skara fram úr og þetta verkefni hefur sýnt að samvinna af þessu tagi getur verið góð fyrirmynd að samstarfi fyrirtækja í fræðslumálum.
Frá vinstri;  Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson,  Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og  Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.