Á starfsdegi Fræðslunetsins þetta vorið var ákveðið að heimsækja fræðsluaðila í Reykjavík til að kynnast starfsemi þeirra og ýmsum nýjungum í starfinu. Fyrst var farið í Iðuna fræðslusetur þar sem kynnt var rafræn skráning á raunfærnimati. Verkefni sem hefur verið í þróun í nokkur undanfarin ár og verður vonandi brátt lokið við, þannig að öll skráing raunfærnimats verði rafræn. Iðan er fræðslusetur iðngreina og þar er framkvæmt raunfærnimat í iðngreinum. Víst er að aðrar símenntunarmiðstöðvar bíða spenntar eftir því að þessu verkefni verði lokið svo þær geti nýtt þessa tækni við skráningu raunfærnimats.
Næst lá leiðin í Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem starfsemi þess var kynnt og einnig helstu nýjungar sem blasa við á næstunni.
Mímir símenntun var að lokum heimsótt. Þar var farið yfir ýmsa þætti starfseminnar sem er á margan hátt sambærileg við starfsemi Fræðslunetsins. Mímir sér einnig um ríkisborgarpróf og annast einnig prófaþjónustu fyrir háskóla á landsbyggðinni líkt og Háskólafélag Suðurlands gerir á okkar svæði.
Starfsfólk Fræðslunetsins fékk afskaplega góðar og hlýlegar móttökur og ekki má gleyma höfðinglegum veitingum. Það er alltaf fróðlegt að heimsækja stofnanir sem starfa í sama geira, kynnast bæði starfsemi þeirra og starfsfólki. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Mánudagur til fimmtudags: 09:00-16:00
Föstudagur: 09:00-15:00
Laugardagur og sunnudagur: Lokað
©2023 Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579