Það var mikil gleði og ánægja þegar 32 Úkraínumenn útskrifuðust úr íslenskunámskeiði hjá Fræðslunetinu í mars. Námskeiðið var haldið á Selfossi og lauk með hlýlegri útskrift þar sem bæði íslenskar og úkraínskar veitingar voru í boði.
Kennari námskeiðsins, Anna Linda, hrósaði nemendum fyrir dugnað og áhuga, og túlkurinn Bohdana sá til þess að allir skildu og fengu sem mest út úr náminu.
Við erum þakklát fyrir þetta dásamlega samstarf og hlökkum til að taka á móti nýjum hópi í haust!

➡️ Sjá fréttina í heild sinni á Vísi:
🔗 32 Úkraínumenn á íslenskunámskeiði á Selfossi – visir.is