Starfsfólk Fræðslunetsins fór í vinnuheimsókn til Farskólans á Norðurlandi vestra í liðinni viku. Megin starfsstöð Farskólans er á Sauðárkróki þar sem fundurinn fór fram. Haldin voru fróðleg erindi á báða bóga um ýmsa þætti í starfseminni, svo sem nýjungar í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir, notkun upplýsingatækninnar, tilraunaverkefni í íslenskukennslu og fleira. Að auki var starfsemi stöðvanna kynnt fyrir starfsfólkinu. Gerður var góður rómur að ferðinni sem var bæði fróðleg og skemmtileg og er starfsfólk Fræðslunetsins þakklátt fyrir afar góðar móttökur Farskólafólks og vel skipulagða dagskrá.