Fræðslunetið hélt uppá 25 ára afmælið sitt þann 7. nóvember. Boðið var uppá fyrirlestur með Ásdísi Hjálmsdóttur sem er þrefaldur Ólympíufari og leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um hvernig á að setja sér markmið og ná þeim skref fyrir skref. Góður rómur var gerður að fyrirlestrinum og hann höfðaði vel til þess breiða hóps sem sat fundinn. Allir gátu samsamaði sig við efnið og eflaust er hópurinn nú að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ná meiri árangri í lífinu á hinum ýmsu sviðum.
Að erindinu loknu var boðið upp á afmæliskaffi þar sem ýmsir velgjörðarmenn Fræðslunetsins og starfsfólkið átti gott spjall yfir glæsilegum veitingum.
Magnús Hlynur tók hluta myndanna sem fylgir fréttinni og eru honum færðar kærar þakkir fyrir lánið.
Mánudagur til fimmtudags: 09:00-16:00
Föstudagur: 09:00-15:00
Laugardagur og sunnudagur: Lokað
©2023 Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579