Gefum íslensku séns – hraðspjall á Selfossi og Laugarvatni

Boðið verður upp á opið „hraðspjall“ við íslenskuna þar sem þátttakendur æfa sig í stuttum, léttum samtölum við nýtt fólk. Markmiðið er að skapa öruggt og afslappað umhverfi til að nota og efla íslenskuna í verki.

Tími og staðir

  • Selfoss – Safnaðarheimili Selfosskirkju: 18. september kl. 17:00

  • Laugarvatn – Héraðsskólinn: 25. september kl. 17:00

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

Uppsetningin líkist „speed-dating“ nema markmiðið er eingöngu að æfa íslensku. Þátttakendur spjalla í stuttum lotum við ólíka spjallfélaga og fá þannig fjölbreytta æfingu í daglegu tali. Léttar veitingar verða í boði.

Fyrir hvern?

  • Byrjendur og þeir sem vilja treysta sig í samtöl á íslensku

  • Íbúar af erlendum uppruna og allir sem vilja æfa málið í góðum félagsskap

  • Foreldrar með börn eru velkomnir

Upplýsingar

Fyrirspurnir: 560 2030

  • Velkomin á lifandi og gagnlegt spjallkvöld þar sem íslenskan fær að njóta sín.