Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist í Grunnmenntaskóla þann 26. ágúst n.k. ef aðstæður leyfa. Kennt verður frá kl. 17.10 – 20.30 að jafnaði. Reiknað er með að skólanum ljúki 12. desember. Aðalgreinar skólans eru íslenska, stærðfræði, enska og tölvu- og upplýsingatækni. Einnig er kennd námstækni, sjálfsstyrking og gerð er ferilskrá og færnimappa. Sjá nánar hér. Grunnmenntaskóli er ætlaður þeim sem eru 20 ára og eldri. Tilgangur hans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu eða námi. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er 300 stunda langt og má meta það til eininga á framhaldsskólastigi. Skoða drög að stundatöflu. Athugið að tímsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.