INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.
Hópurinn sem hlaut viðurkenningu

Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir hlaut á ársfundi atvinnulífsins viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Hún hóf nám í Grunnmenntaskóla hjá Fræðslunetinu haustið 2009 og hefur í dag lokið námi sem sjúkraliði og starfar sem slík við heimahjúkrun.

Guðrún Fjóla er 37 ára. 18 ár liðu frá því að hún lauk grunnskóla þar til að hún tók þráðinn upp að nýju.  Hún hafði glímt við mikið þunglyndi, kvíða og brotið sjálfstraust. Guðrún fékk sendan bækling um námsframboðið hjá Fræðslunetinu og eftir mikla hvatningu frá fjölskyldu sinni leitaði hún sér frekari upplýsinga og skráð sig í Grunnmenntaskólann sem hún lauk með mjög góðum árangri.  Að því loknu sótti hún Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, í kjölfar þess nýtti hún sér aðstoð námsráðgjafa og hóf nám á Sjúkraliðabraut við Fjölbrautaskóla Suðurlands.  

Við hjá Fræðslunetinu erum afar stolt af Guðrúnu og óskum henni innilega til hamingju með viðurkenninguna sem hún er mjög vel að komin. Þetta er í annað sinn sem námsmaður frá Fræðslunetinu hlýtur þessa viðurkenningu.

 

Fyrirmyndir í námi fullorðinna er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir. Áfram veginn, var yfirskrift fundar sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík þann 5. desember síðastliðinn. Þar var þremur einstaklingum veitt viðurkenningin þeim Andra Steini Birgissyni frá Mími- símenntun, Guðrúnu Fjólu Kristjánsdóttur, Fræðsluneti Suðurlands og Haraldi Jóhanni Ingólfssyni frá Farskólanum Norðurlandi vestra. Öll höfðu þau sigrast á ákveðnum hindrunum sem héldu þeim frá námi og náðu í kjölfarið góðum árangri í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Fyrirmyndirnar þrjár vildu allar koma þakklæti á framfæri við símenntunarmiðstöðvarnar sem þau höfðu sótt námið hjá einkum náms- og starfsráðgjafana sem höfðu veitt ómetanlega stuðning og uppörvun. Þeim bar saman um að fyrirkomulagði sem framhaldsfræðslan býður upp á ætti stóran þátt í því að þau hefðu lokið þessum áföngum, sótt sér frekari menntun og bætt stöðu sína á vinnumarkaðinum. (Upplýsingar af vef frae.is)