Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands fer fram þann 16. janúar
næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 17.00 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á
fundinum verða veittir nýir rannsóknarstyrkir og Menntaverðlaun Suðurlands afhent.

Dagskrá fundarins:

  1. Tónlistaratriði.
  2. Laufey Ósk Magúsdóttir varaformaður Fræðslunetsins setur fund.
  3. Ragnheiður Hergeirsdóttir styrkþegi kynnir verkefnið sitt: Félagsþjónusta og
    samfélagsleg áföll.
  4. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Störf nefndarinnar og niðurstöður.
  5. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir styrkinn.
  6. Eva Björk Harðardóttir, formaður SASS: Menntaverðlaun Suðurlands.
  7. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir Menntaverðlaun Suðurlands.
  8. Fundarstjóri slítur fundi.

Fundarstjóri: Laufey Ósk Magnúsdóttir
Að fundi loknum um kl. 18.00 býður sjóðurinn gestum upp á veitingar í kaffiteríu
fjölbrautaskólans.
Allir hjartanlega velkomnir.