Search
Close this search box.
Ráðstefna
                                                                                                    mynd: sók

Hátt í 300 manns mættu á ráðstefnuna um Pál Lýðsson sem haldin var í FSu laugardaginn 2. maí að viðstöddum foreta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni sem flutti ávarp um Pál. 

Flutt voru fróðleg og skemmtileg erindi um Pál  sem bónda, vin, nágranna, fræðimann og félagsmálamann. Einnig voru sýndar myndir frá ævi og starfi Páls og frumsýnd kvikmynd um kennarann Pál. Ráðstefnustjóri var Þór Vigfússon og við upphaf ráðstefnunnar lék Miklós Dalmay á píanó, eigin tilbrigði við stef eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingaholti. Góður rómur var gerður að ráðstefnunni og fóru ráðstefnugestir sem voru á öllum aldri ánægðir heim. Sjá fleiri myndir frá ráðstefnunni.