INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

HLJÓÐSMIÐJA ER 120 STUNDA NÁM Í HLJÓÐVINNSLU.

Verð: 28.000.- 

Hefst 13. nóvember og lýkur 30. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu. 

Sími 560 2030 eða á sandra@fraedslunet.is

 

LOTA 1 (í Fjölheimum á Selfossi)
Fimmtudagur frá 17-22 (5 tímar)
Föstudagur frá 17-22 (5 tímar)
Laugardagur frá 10-17 (7 tímar)
Sunnudagur frá 10-17 (7 tímar)
Mánudag frá 17-22 (5 tímar)
Þriðjudag frá 17-22 (5 tímar)
Samtals: 34 tímar 

LOTA 2 (keyrt á 2 helgum í Stúdíó Sýrlandi)
Fimmtudagur frá 17-21 (4 tímar)
Föstudagur frá 17-21 (4 tímar)
Laugardagur frá 10-18 (8 tímar)
Sunnudagur frá 10-17 (7 tímar)
23 tímar x 2 í Stúdíó Sýrlandi

Skráning hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða á netfanginu sandra@fraedslunet.is

 

NÁMSLÝSING

HLJÓÐSMIÐJA I

Fög í lotu I
Kynning á námi: 2 kest
Sjálfstyrking: 5 kest
Námstækni: 8 kest

Grunnur hljóðs: 7 kest
Farið er í gegnum grunnatriði hljóðvinnslu, hvað felst í vinnunni og hvaða greinum tengist hún. Þátttakendur fá létta kynningu á þeim tólum og tækjum sem notuð eru við hljóðvinnslu.
Skoðaðar eru nokkrar gerðir hljóðnema, hljóðnemaformagnara og annars tækjabúnaðar er nýttur er við hljóðvinnslu. Einnig er skoðað hljóðupptökuforritið Pro Tools sem er mikið notað af fagaðilum í dag.

Uppt. útvarpsleikrit: 7 kest
Kynntir eru verkferlar sem notaðir eru við að taka upp útvarpsleikrit og þátttakendur fá að vinna við slíkt verkefni. Þáttakendur leika sjálfir í leikritinu, safna saman hljóðum sem til þarf og leika þau eftir þörfum sem og að stjórna upptöku á verkinu og eftirvinnslu undir eftirliti leiðbeindanda.

Dub/teikinimynd: 7 kest
Kynntir eru verkferlar sem notaðir eru við að talsetja teiknimynd og þátttakendur fá að vinna við slíkt verkefni. Þáttakendur talsetja sjálfir teiknimynd undir handleiðslu leiðbeinanda.

Uppt. Tónlist: 14 kest
Kynntir eru verkferlar sem notaðir eru við að taka upp lifandi tónlist og þátttakendur fá að vinna við slíkt verkefni. Þáttakendur spreyta sig á bæði flutningi og upptökum á tónlist. Þáttakendur spreyta sig einnig á að mixa og loka verkefninu þannig að það sé tilbúið á geisladisk og mp3 til dreifingar á stafrænu formi. Þáttakendur læra meira á Pro Tools í þessu ferli.
Samtals: 50 kest

Fög í lotu II
ProTools: 7 kest
Kynnt er hljóðvinnsluforritið ProTools. 
Farið er yfir helstu verkfærin sem notuð eru í Pro Tools.
Innviðir forritsins eru kynntir.
Helstu verkeferlar við daglega vinnu eru kynntir.

Virtual Instruments /Midi upptökur: 14 kest
kynnt er notkun tölva við tónlistar og hljóðsköpunar.
Midi staðallinn er kynnur ítarlega.
Notast er við virtual instruments tæknina til að skapa tónlist.
Tengingar við MIDI stýringar eru kynntar.

Mix: 7 kest
Þátttakendur fínvinna hljóðupptökur úr Virtual Instruments og Midi hlutanum.
Skoðað er nánar hvernig notast er við plug-in forrit til að eiga við hljóm í upptökum.
Skoðað er hvernig nota má automation við hljóðblöndun.
Farið er yfir helstu tækni við að ná sem bestum hljóm úr upptökum.

Fínpússning: 7 kest
Þátttakendur fullvinna hljóðupptökur sínar og gera tilbúnar til flutnings.
Skoðað er hvernig ganga skal frá efni til skila og útgáfu.
Mastering er kynnt.
Lög eru sett á geisladisk og mp3 format til dreifingar á netinu.

Upptaka í stúdíói: 35 kest
Þátttakendur fá að stilla upp í stúdíói undir leiðsögn fyrir lifandi tónlistarupptöku og vinna við upptökur. 
Þáttakendur nýta þá þekkingu sem þeir hafa komist yfir til að gera miðlungsstóra upptöku á tónlist undir handleiðslu leiðbeindanda.
Samtals: 70 kest